Monday, November 30, 2009

The Julekalender

Er eiginlega nýkomin heim eftir laaangan dag! Var að gera verkefni fyrir catalogue (föt á netinu) í dag. Get nú ekki sagt að það hafi verið eitthvað skemmtilegt að fara í og úr 30 mismunandi gallabuxum/bolum og kjólum og snúa sér í allar áttir til að sýna fötin sem best, en það var meira og minna það sem það snérist um í dag! En það borgaði þó allavega leiguna mína þennan mánuðinn sem er gott ;-)

Fann loksins fínan blazer jakka sem ég er ánægð með á aðeins 25 evrur!
Var að fá útborgað þannig ég ákvað að kaupa mér þessi stígvél á www.dinsko.se sem ég er búin að vera horfa á frekar lengi!

Annars er 1 desember á morgun sem þýðir The Julekalender. Ég var að enda við að downloada því á netinu!! En það er gamalt danskt jóladagatal sem ég (og vinkonur mínar) höfum reynt að hafa að sið að horfa á um jólin. Þetta eru rosalega steiktir þættir, en þetta eru þrír leikarar sem leika og tala jólasveinarnir ensku/dönsku. Svolítið erfitt að útskýra, en þetta er mjög fyndið finnst mér þó ég veit að kanski ekki allir hafi húmor fyrir þessu eða skilja þetta.



Good nat!

No comments: