Wednesday, July 29, 2009

AFTERWEAR

Var í myndatöku fyrir nýju línu afterwear fyrir stuttu. En hönnuðurinn á bakvið línuna heitir Signe Tolstrup. Hún er algjör snillingur býr til öll nærfötin/náttfötin sjálf í höndunum og notar aðeins silki, bómul, ull o.s.frv. Ég fékk að velja mér nærföt sem borgun :-) Ég var eins og lítið barn í nammilandi, gerist ekki betra að geta valið sér frí föt! En hér eru myndir af því sem ég valdi mér. Er ekkert smá ánægð með það! Getið kíkt á heimasíðuna hennar hér: http://www.signetolstrup-afterwear.com/






Tuesday, July 28, 2009

Coco & Shirley


Coco Rocha er án efa ein fallegasta kona sem ég hef séð. Hér eru nýjar myndir af henni fyrir H&M Fall 2009 collection..Elska þessar myndir..






Coco Rocha er dugleg við að skipta um hárlit. En með rauða hárið minnir hún mig alltaf á Shirley Manson, söngkonu Garbage. En mér hefur alltaf fundist hún rosa flott týpa líka. Garbage er ein af mínum gömlu uppáhaldshljómsveitum. Ég hlustaði varla á annað þegar ég var 11-12 ára. Að verða 10 ár síðan og ég elska ennþá þessa hljómsveit :-)

Monday, July 27, 2009

Bakken

Fór á Bakken í dag með einum af uppáhalds frændum mínum :-) Skemmtum okkur mjög vel þrátt fyrir frekar hráslaglegt veður sem er víst ekkert að fara batna :-( Kíktum m.a. á gamla húsið mitt sem ég bjó í þegar ég var lítil. En ég bjó í sömu götu og Bakken.

Halldór Andri :-*



Keypti mér smá snemmbúna afmælisgjöf :-) Skór úr H&M á 300DKK ein bestu kaup sem ég hef gert lengi. Get ekki beðið eftir að nota þá ;-)

Sunday, July 26, 2009

These boots are made for walking!



Var búin að gleyma hvað ég elska þetta lag mikið! Og allar minningarnar sem tengjast því ;-)

Nyhavn!

Núna erum við flutt í íbúð á Nyhavn og Gróa er flutt til okkar ;-). Þurfum reyndar að flytja héðan í byrjun Ágúst, þannig við erum að leita að íbúð út ágúst. Erum að stefna að að vera hér út ágúst, svo heim til Íslands eða eitthvert annað kanski. Þetta er erfið ákvörðun, kemur með tímanum. Hér eru nokkrar myndir af helginni :-)


Við erum með hengikoju í íbúðinni. Gróa Elskar hana!

Hittum Önnu Siggu sem ég vann með. Hún er hérna í heimsókn hjá systur sinni.


Sunday, July 19, 2009

CHANEL


Varð að skella þessum myndum frá nýja chanel campaign hér inn á. Finnst þetta svo fallegar myndir..




Friday, July 17, 2009

BRUNO

Ég veit í alvörunni ekki hvað ég á að segja um þessa mynd. Á ekki til orð!




Þetta var samt soldið fyndið atriði verð ég viðurkenna...

FEVER RAY

Fever Ray er án efa það mest spillaðasta á ipodnum mínum og er búið að vera það í nokkra mánuði núna! Ég fæ bara ekki nóg af plötunni þeirra. Allt sem þau gera er bara geðveikt! Myndbandið við lagið "when I grow up" er eitt það flottasta sem ég hef séð! Þau eru núna komin með nýtt myndband við lagið "if I had a heart" sem er líka rosalega flott finnst mér.




If I Had A Heart from Fever Ray on Vimeo.



Ég sá þau á hróaskeldu núna, var búin að planta mér fremst til að geta notið tónleikana sem best. Því miður var hljóðkerfið bilað meirihlutann af tónleikanum. Ég var ekkert smá fúl! Maður heyrði varla í Karin meirihlutann af tónleikanunum. Sem var ömurlegt, sérstaklega þar sem showið þeirra var rosalega flott. Þetta var náttúrlega engan veginn þeim að kenna. En ég er allavega staðráðin í því að sjá þau aftur seinna! :-)

Wednesday, July 15, 2009

LANGAMMA



Ég fann þessa mynd heima hjá pabba. Hann fann hana heima hjá mömmu sinni sem lést seinustu jól. En þetta er mynd af langömmu minni, hún var hálf dönsk og hálf frönsk. Ég gat ekki hætt að horfa á þessa mynd þegar ég sá hana fyrst mér finnst hún svo falleg. Hún sjálf, kjóllinn og bara myndin í heild finnst mér ómetanleg. Hún er jafngömul mér þegar myndin er tekin. 



GERMANY



Til þess að vígja þessa bloggsíðu mína. Ætla ég að láta fylgja hér nokkrum vel völdnum myndum frá Þýskalandsferð okkar Freyju, sem við fórum í lok apríl....

Ég í Hamburg. Við Freyja vorum sammála um að þetta er án efa ein leiðinlegasta borg í heimi

                                                         Berlín var hinsvegar æði!



                                                    

  Our hosts: Björgvin og Hugrún, sem leyfðu mér meiri að segja að gista auka nótt þar sem ég missti af fluginu mínu í 2. skipti í Apríl!!