Monday, November 30, 2009

The Julekalender

Er eiginlega nýkomin heim eftir laaangan dag! Var að gera verkefni fyrir catalogue (föt á netinu) í dag. Get nú ekki sagt að það hafi verið eitthvað skemmtilegt að fara í og úr 30 mismunandi gallabuxum/bolum og kjólum og snúa sér í allar áttir til að sýna fötin sem best, en það var meira og minna það sem það snérist um í dag! En það borgaði þó allavega leiguna mína þennan mánuðinn sem er gott ;-)

Fann loksins fínan blazer jakka sem ég er ánægð með á aðeins 25 evrur!
Var að fá útborgað þannig ég ákvað að kaupa mér þessi stígvél á www.dinsko.se sem ég er búin að vera horfa á frekar lengi!

Annars er 1 desember á morgun sem þýðir The Julekalender. Ég var að enda við að downloada því á netinu!! En það er gamalt danskt jóladagatal sem ég (og vinkonur mínar) höfum reynt að hafa að sið að horfa á um jólin. Þetta eru rosalega steiktir þættir, en þetta eru þrír leikarar sem leika og tala jólasveinarnir ensku/dönsku. Svolítið erfitt að útskýra, en þetta er mjög fyndið finnst mér þó ég veit að kanski ekki allir hafi húmor fyrir þessu eða skilja þetta.



Good nat!

Sunday, November 29, 2009

Helgin

Ég verð meira og meira hrifin af París með hverjum deginum. Þessi borg er algjört æði, hef ekkert út á hana að setja (ekki ennþá allavega :-)). Fórum út á föstudagskvöldið, en 50 cent o.fl. voru að spila á VIP Room (sem er víst einn af heitustu stöðunum hérna). Sjálf hlusta ég nú ekki mikið á hann og rapp yfirleitt en þetta var mjög skemmtilegt kvöld og með flottari skemmtistöðum sem ég hef komið á, svo er náttúrlega alltaf mjög fínt að þurfa ekki að borga fyrir neitt ;-)

Kvöldið var nú samt ekki alveg fullkomið, ég beið í 3 tíma eftir leigubíl þar sem driverinn okkar var búin að drekka. Fórum inn og útaf staðnum til að leita af leigubíl sem var ómögulegt! Það var náttúrlega milljón manns þarna út af 50 cent og staðurinn var alveg í miðbæ Parísar ofan á það. Það endaði svo með því að við tókum "fake taxa" sem er bara eitthvað fólk sem býðst til að keyra fólk fyrir pening (sem ég býst við að allir hafa einhvern tímann prófað!) Þar sem ég var ekki ein hélt ég nú að það væri allt í lagi. Við vorum líka orðin svo þreytt og köld að við einfaldlega gátum ekki beðið lengur þannig við hoppuðum inn.. Þegar við vorum búin að keyra fyrstu 100m eða svo keyrði bíll í veg fyrir okkur og út stigu 5 dulbúnir löggumenn. Þeir handtóku bílstjórann og fóru með hann í fangelsi næstu 24 klst. Svo héldu þeir okkur og yfirheyrðu okkur í ca. klukkutíma! En í fyrra var stelpa sem tók svona fake taxa og hræðilegir hlutir voru gerðir við hana og hún að lokum drepinn. Löggumaðurinn útskýrði þetta fyrir okkur og sagði að þeir væru búin að herða reglurnar í sambandi við þetta sem er náttúrlega bara gott. En ég tek aldrei svona fake taxa aftur! Það góða var svo að löggann náði í leigubíl handa mér þannig ég komst heim að lokum þó klukkan hafi verið að ganga 8 um morgunn :-)

Í dag er ég búin að liggja í algjörri leti að horfa á bíómyndir (enda langt síðan ég hef geta gert það). M.a. Love actually sem er ein besta feel good mynd að mínu mati sérstaklega svona rétt fyrir jólin.

Petra greyið var veik þannig hún komst ekki með okkur út. Leiðinlegt þar sem þetta var seinasta helgin hennar. En hún fór heim í morgun.
Ég & Emma í íbúðinni okkar


50 CENT mætti með ca. 20 manns af einhverjum vinum sínum



Thursday, November 26, 2009

Louvre Rivoli

Átti frábæran dag mestmegnis með sjálfum mér :-)
Þetta m.a. varð á vegi mínum....








p.s. hellidemba í París!!

Monday, November 23, 2009

Mánudagur

Strax búin að vera hérna 8 daga! Vá tíminn flýgur!! En hérna eru myndir frá gærdagnum og í dag :-)

.....

Petra & ég kíktum í vintage búðir í hotel de ville...

Angelique & Ég vorum saman í myndatöku í gær. Eftir að hárgreiðslumaðurinn hafði hárreytt mig í næstum 5 TÍMA!! Var þetta ein af þremur greiðslunum sem ég fékk...

Þetta var besta myndin sem ég náði á hlaupunum í dag af hliðinu fræga.

Emma Tsirk!

Nammi!!!

Í Metro ALLTAF í metro!!

Elie Saab! Flottustu kjólar sem ég hef séð! Hefði viljað fá nærmynd af þeim öllum! :-(

Emma og kærastinn hennar Flo

Friday, November 20, 2009

París!

Nú er ég næstum búin að vera í París í viku og líst rosalega vel á borgina! Þó ég hafi ekki haft neinn tíma ennþá til að skoða hana almennilega. Búið að vera rosalega mikið að gera alveg síðan ég kom. Er ennþá að venjast þessu. En þetta er rosalegt stress og álag, erfiðara heldur en ég hafði ímyndað mér. En síðan ég kom er ég búin að powerwalka 7-9 tíma um París á dag!! Þar sem ég er ekki vön að hlaupa um svona og stressa mig held ég að líkaminn minn sé í einhverju hálfgerðu sjokki. En stelpurnar sem ég bý með segja að þetta sé svona fyrst og svo venjist þetta með tímanum, sem það náttúrlega gerir. Var búin að hlakka til að geta slappað aðeins af um helgina og skoðað París en svo fékk ég að vita áðan að ég þarf að fara í myndatöku laugard. og sunnud. :-/
Ætla samt að kíkja aðeins með stelpunum í second hand búðirnar á morgun, en þær eiga víst að vera geðveikar hérna og frekar ódýrar!! Get ekki beðið!!


Rue Du Laos, gatan sem ég bý á.


Emma sem ég bý með (Minnir mig stundum á Lily Cole!?)


Okkur brá frekar mikið þegar við sáum konuna í dag skera í dauðu kanínurnar! Svo geng ég sjálf um með kanínu um hálsinn :-(


mmm....


Lag vikunnar:

London

Ég elska London!! Alltaf jafn gaman að koma þangað í heimsókn til stelpnanna! Gæti nú vel hugsað mér að búa þar í einhvern tíma. Kanski ég hermi eftir vinkonum mínum og fari í skóla þar einhvern daginn. Ef ég á einhvern tímann eftir að ákveða hvað mig langar að læra!

Þó ég hafi nú bara stoppað stutt í London náði ég nú samt að gera heilmikið ;-)




Sá loksins Big Ben og fleira!

Marsý plataði mig í myndatöku fyrir sig. Myndirnar voru teknar í gömlum kirkjugarði sem reyndist svo vera algjör gaycruise!



Í sveiflu! Marsý aftur ljósmydarinn...

Oxford Street!

Þetta var svo gott Sushi!






Takk fyrir mig stelpur ♥