Tuesday, August 25, 2009

Chloe

Ég er ásfanginn!! Þetta eru draumaskórnir mínir í augnablikinu!!

Monday, August 24, 2009

The Big Temper Shoulderpads

Sit heima og er að þykjast kunna að sauma. En ég hef aldrei verið eitthvað sérstaklega góð í því þó ég vildi ég væri það. En markmiðið er að búa til svona axlarpúða með allskonar skrauti á. Búin að langa í þannig svo lengi en hef ekki ennþá séð þá til sölu svona staka, svo maður geti nú fest þá á hvaða flík sem er :-) Þannig ég ákvað bara að reyna að búa til þannig sjálf. Sjáum til hvernig það fer..




Uppgötvaði þessar tvær hljómsveitir í gær: The Big Pink & The Temper Trap. Elska að finna ný lög!



Sunday, August 23, 2009

Glass Candy & Empire



Anna Wintour


Anna Wintour er eins og flestir vita editor in chef yfir ameríska Vogue. Hún er fædd árið 1949 og hefur verið yfir Vogue síðan ´88. Yfir árin hefur hún orðið ein sú virtasta í tískubransanum og sú sem allir helstu hönnuðir vilja gera til geðs, álit hennar segjir meira en þúsundir annarra. Stutta hárið og sólgleraugun sem hún oftast ber hefur gert hana af einni helstu tískuímynd okkar tíma. En ef þið hafið séð myndina "The Devil wears Prada" þá er peróna Meryl Streep byggð á henni. Ég lít mjög upp til þessara konu og ekki einungis vegna þess að hún hefur draumastarfið mitt. Núna í lok ágúst byrjun sept. er að koma mynd sem heitir "September issue" einskonar heimildarmynd sem fjallar um starf Önnu og undirbúning fyrir næsta Vogue blað - September Issue. Mynd sem allir sem lesa Vogue og/eða hafa áhuga á tísku ættu að sjá.

September Issue


getið séð stutt viðtal við hana hér: http://www.youtube.com/watch?v=52jAGB22CCc&feature=fvsr

Thursday, August 20, 2009

Hver vill??

Keypti mér skó á trendsales.dk, ákvað að taka áhættuna á að þeir myndu passa. Sem þeir því miður gera ekki. En ég nota 38-39.
Þessir eru númer 38 og aðeins of litlir á mig. Þeir eru alveg nýjir, ótrúlega flottir og ekkert óþægilegir finnst mér. Nýjir kosta um 1000 dkk. En ég fékk þá á 400 dkk. Megið bjóða í þá ef þið viljið. Mig langar bara að losna við þá. Einhver?

Wednesday, August 19, 2009

"Today is the first day of the rest of your life.”

Í dag var góður dagur veðurlega séð loksins. En það er búið að vera mjög lítið um sólardaga í þessum seinniparti sumars hérna í Danmerku. Eyddum eiginlega mest öllum deginum í ørstedsparken sem að mínu mati er miklu fallegri en Kongens Have, hann er líka bara hinum megin við Nørreport. Kíktum svo í Vintage búðir, en hverfið okkar er fullt af antik og vintage búðum. Gæti eytt fleiri tímum í þeim. Annars erum við enn og aftur að leita af íbúð í Köben, ætlum að framlengja dvölina okkar hér aðeins lengur, virðist vera það sniðugasta í stöðunni núna. Annars get ég ekkert sagt til um framhaldið því ég einfaldlega veit ekki sjálf hvernig þetta verður. Núna hugsa ég 2 vikur fram í tímann í mesta lagi..







Heim!

Er að koma heim 3 sept í smá frí, fer aftur 12. Get varla beðið!! :-)




Hlakka til að sjá ykkur!

Sunday, August 16, 2009

Empire Vogue

Elska þessa myndasyrpu úr ítalska Vogue...










Eitt af mest spiluðustu lögunum hjá mér í augnablikinu, mjög steikt myndband en frábært lag :-)

Slow Kylie


Þetta er og mun ábyggilega alltaf vera heitasta myndband í heimi...


Beatday!

Fórum á Beatday í gær sem er tveggja daga tónlistarfestival haldið í Valbyparken. En ég fékk annað kvöldið í afmælisgjöf frá Sigurjóni. Það var mjög gaman, mjög flottur staður en furðulega lítið af fólki samt. En við sáum Lykke li, Florence and the machine, Band of horses, Ladytron, Raveonettes og Artic Monkeys.
Florence and the Machine voru frábær, héldum mest alla tónleikana að hún væri að lipsyngja þetta var svo fullkomið hjá henni. Hún sjálf er líka rosaleg góð á sviði. Lykke Li var alveg eins góð, tvær mjög góðar söngkonur þar á ferð, hún kann líka að gera góða tónleika. Raveonettes voru líka mjög góð, voru með mjög basic sviðsframkomu en þau eiga svo mörg góð lög sem þau tóku mjög vel í gær, að það bætti það alveg upp. Band of horses voru ágætir, verst að þeir eiga ekki það mikið af góðum lögum. Artic Monkeys vorum við búin að sjá áður, þeir eru alveg semí skemmtilegir á sviði en ég kunni samt betur við þá fyrst þegar þeir urðu frægir. Ladytron voru mjög mikil vonbrigði eins mikið og ég elska þessa hljómsveit voru tónleikarnir þeirra ekki góðir. Mér leið eins og ég væri að horfa á tvær stelpur keppa á samfés, það var líka eins og þær höfðu enga ánægju af að koma fram. Þær þurfa allavega að bæta sviðsframkomu sína töluvert. Mjög skrítið miðað við hvað þessi hljómsveit er búin að vera lengi og þær koma fram oft, ég bjóst við miklu meira af þeim allavega. Kanski var þetta bara slæmur dagur hjá þeim :-/


Raveonettes


Florence and the Machine hún fær líka extra stig hjá mér fyrir að vera í geðveiku outfitti ;-)

Sætustu feðgin í heimi! Elska lítil börn með svona headphones, en danir eru mjög duglegir við að skella sér á tónleika með litlu börnunum sínum. Erum búin að sjá mörg svona krútt í sumar :-)


Ég í nýju skónum mínum sem ég elska!! Afmælisgjöf frá Sigurjóni líka ;-)

Thursday, August 13, 2009

Ég sakna...


Sólveigar: Frænka mín og yndislega klikkuð, ein af mínum bestu vinkonum. Við á Rhodos í fyrrasumar good times.

Söru Karen hressasta og brosmildasta manneskja sem ég þekki. Og einn besti djammfélaginn minn ;-)

Freyju Sannur vinur vina sinna, yndisleg í alla staði. Sakna hennar alltaf þegar hún er ekki hjá mér sem er alltof oft!

Guðrúnar skemmtilega kærulaus, kúlisti með meiru, gerir allt fyrir vini sína! Lovjú!

Marsý einstaklega flippuð, gengur alltof langt alltof oft. En ég dýrka hana fyrir það. Ein af mínum bestu vinkonum frá því í grunnskóla.

Iðunnar Höfum verið vinkonur síðan ég fæddist (hún er ári eldri). Iðunn fer ekki framhjá neinum, hún er svo yndislega hávær og hefur gaman af öllu. Eigum endalaust af góðum minningum saman.

Að verða 1 og hálft ár síðan við hittumst allar fimm!! Vonandi fer það ekki upp í tvö! :-(
Ef ég væri heima myndi ég halda huges afmælispartí og djamma með ykkur á morgun.

Get ekki beðið eftir að sjá ykkur aftur! Þið eruð eitt það besta í mínu lífi!


Þetta lag er tileinkað ykkur stelpur...



"Youuu and meee when will that be?"

Wednesday, August 12, 2009

Wanted!

Minimarket fást í svörtu, og alls kyns litum. Finnst þeir bara svo 70´s og sætir í ljósbláu :-)


Opening Ceremony eiga alltaf flotta skó!




Acne elska líka alla skónna þeirra í augnablikinu!!


Lag dagsins: Lykke Li - Little bit
Ég veit þetta lag er old news. Hef samt sem áður ekki enn fengið leið á því og ég get ekki beðið eftir að sjá hana á Beat Day Festivalinu á laugard!! Einnig mun ég sjá: The Raveonettes, Ladytron, Band of Horses, Artic Monkeys o.fl. ;-)

Little Bit

Monday, August 10, 2009

Florence & the Machine

Uppgötvun dagsins..

Florence And The Machine - Dog Days

CPH Fashionweek

Sit og leiðist svo afskaplega mikið í vinnunni. Er búin að vera að skoða myndbönd af tískuvikunni hérna sem var að klárast. Og er núna búin að sjá ALLT! Ætla skella inn nokkrum myndum af því sem mér finnst flottast.

Bibi Ghost

Designers Nest


Noir

By Malene Birger

Ivana Helsinki

Fifth Avenue Shoe repair

Carin Wester

MbyM

Stine Goya er uppáhalds danski hönnuðurinn minn, gat einfaldlega ekki látið eina mynd duga ;-)





Batlak & Selvig

Minimarket

BZR

Rützou

YDE


getið sér meira á http://www.copenhagenfashionweek.com/