Tuesday, September 29, 2009

The Paradise Beach!

Ég er búin að ákveða að á næsta ári ÆTLA ÉG ÞANGAÐ! Mér er búið að langa að fara á Phi Phi eyjarnar eins og þær kallast í Tælandi síðan ég sá myndina The Beach með Leonardo Dicaprio fyrir nokkrum árum síðan. Einhverjum sem langar með mér???

Tim Burton/Harpers Bazaar

Elska þessa myndasyrpu úr nýja Harpers Bazaar. Tileinkað Tim Burton og Halloween sem er núna seinna í okt. Finnst eiginlega hálf leiðinlegt að það skuli ekki vera meiri hefð fyrir að halda upp á það heima á Íslandi. "Hálf nafna mín" Sofie Dahl er módelið og Tim Walker tók myndirnar :-)









Monday, September 28, 2009

Sonia Rykiel fyrir H&M!!!!

Váá ég er svo ánægð!! var að frétta að næsti gestahönnuður H&M verður engin önnur en Sonia Rykiel!!! Hún verður að hanna fyrir vetur 09 og vor 10. Fyrstu sýnishornin ættu að vera komin í verslanir H&M 5 des. Ég þangað þá ;-)





Thursday, September 24, 2009

Carin Wester

Ég eeelska Carin Wester!! Ef ég á svo mikin pening í des. þá vil ég að þetta verði jólakjólinn minn í ár ;-) Skórnir eru heldur ekki síðri. Kjóllinn er til í gulu og fjólubláu, held samt að gult fari mér sem rauðhærðri betur, mér finnst samt fjólublái geðveikur líka! Annars er ég komin með algjört æði fyrir velúr núna, kanski ég skreppi niður í Monki á morgun og kaupi mér einn velúr kjól, þar kosta þeir bara 250 dkk ;-)



http://carinwester.com/

Fann líka þessa nýju SS10 Carin Wester wedges, hefði ekkert á móti að eiga þá fyrir næsta vor/sumar


Velúr kjóll úr Monki

http://monkiworld.com/

Pieces Show

Tók þátt í tískusýningu í gær fyrir Pieces. Sýningin var haldin í Horsens sem er alveg góður tveir og hálfur tími í lest frá Kaupmannahöfn. Þannig þetta var frekar langur dagur held ég hafi vaknað kl 6 og svo var ég komin heim um 11! Sýningin var haldin í mjög flottri sundlaug og vorum við mest að sýna bikini og önnur sumarföt :-) Ég held það hafi verið um 45 gráðu hiti hiti þarna og við áttum að vera inní svona stórum kofa sem var eins og sauna! Vorum bara 8 stelpur og i 8 dressum hver þannig það var vel sveitt í kofanum! Eftir sýninguna fengum við sem betur fer að fara í sundlaugina sem var nice ;-) Annars var þetta mjög skemmtilegur dagur, læt myndirnar tala sýnu máli ;-)



Sundhöllin og kofinn...




Við stelpurnar sem búum í Köben vorum samferða, sólarlagið var svo flott á leiðinni heim himininn var bleikur og appelsínugulur!



Var svo þreytt í gær þegar ég loksins kom heim að ég fór eiginlega beint að sofa. En það voru settar svona bylgjur í allt hárið okkar og túperað ofaná það! Þannig svona leit ég út í morgun hehe..
Er annars að fýla þessar bylgjur í hár. Man ekki hvað það heitir á íslensku segji bara bylgjur?! Þetta var soldið í tísku þegar ég var 10-12 ára, held þetta sé að koma inn aftur, kanski maður ætti að fjárfesta í eitt svona bylgjujárn ;-)


Monday, September 21, 2009

SEVEN

Nýjasta nýtt frá Fever Ray. Klikkar ekki...

Thursday, September 10, 2009

Where the wild things are



Veit ekki með ykkur en ég hlakka mega mikið til að sjá þessa mynd! Sérstaklega því bókin var margoft lesin þegar ég var lítil :-) Hún verður sýnd núna í okt. Can´t wait!




"I didn´t want to wake you up, but I really want to show you something"



Var í klippingu áðan. Var eiginlega skipað af mömmu! En ég var vel á leið að líta út eins og meðfylgjandi mynd sem ég hef þannig séð ekkert á móti hehe :-)

Monday, September 07, 2009

Finally!





“If you live to be 100, I hope I live to be 100 minus 1 day, so I never have to live without you.”

-Winnie the Pooh