Sunday, November 29, 2009

Helgin

Ég verð meira og meira hrifin af París með hverjum deginum. Þessi borg er algjört æði, hef ekkert út á hana að setja (ekki ennþá allavega :-)). Fórum út á föstudagskvöldið, en 50 cent o.fl. voru að spila á VIP Room (sem er víst einn af heitustu stöðunum hérna). Sjálf hlusta ég nú ekki mikið á hann og rapp yfirleitt en þetta var mjög skemmtilegt kvöld og með flottari skemmtistöðum sem ég hef komið á, svo er náttúrlega alltaf mjög fínt að þurfa ekki að borga fyrir neitt ;-)

Kvöldið var nú samt ekki alveg fullkomið, ég beið í 3 tíma eftir leigubíl þar sem driverinn okkar var búin að drekka. Fórum inn og útaf staðnum til að leita af leigubíl sem var ómögulegt! Það var náttúrlega milljón manns þarna út af 50 cent og staðurinn var alveg í miðbæ Parísar ofan á það. Það endaði svo með því að við tókum "fake taxa" sem er bara eitthvað fólk sem býðst til að keyra fólk fyrir pening (sem ég býst við að allir hafa einhvern tímann prófað!) Þar sem ég var ekki ein hélt ég nú að það væri allt í lagi. Við vorum líka orðin svo þreytt og köld að við einfaldlega gátum ekki beðið lengur þannig við hoppuðum inn.. Þegar við vorum búin að keyra fyrstu 100m eða svo keyrði bíll í veg fyrir okkur og út stigu 5 dulbúnir löggumenn. Þeir handtóku bílstjórann og fóru með hann í fangelsi næstu 24 klst. Svo héldu þeir okkur og yfirheyrðu okkur í ca. klukkutíma! En í fyrra var stelpa sem tók svona fake taxa og hræðilegir hlutir voru gerðir við hana og hún að lokum drepinn. Löggumaðurinn útskýrði þetta fyrir okkur og sagði að þeir væru búin að herða reglurnar í sambandi við þetta sem er náttúrlega bara gott. En ég tek aldrei svona fake taxa aftur! Það góða var svo að löggann náði í leigubíl handa mér þannig ég komst heim að lokum þó klukkan hafi verið að ganga 8 um morgunn :-)

Í dag er ég búin að liggja í algjörri leti að horfa á bíómyndir (enda langt síðan ég hef geta gert það). M.a. Love actually sem er ein besta feel good mynd að mínu mati sérstaklega svona rétt fyrir jólin.

Petra greyið var veik þannig hún komst ekki með okkur út. Leiðinlegt þar sem þetta var seinasta helgin hennar. En hún fór heim í morgun.
Ég & Emma í íbúðinni okkar


50 CENT mætti með ca. 20 manns af einhverjum vinum sínum



2 comments:

andrea said...

París virðist vera megaspennandi. Hellað með þennan leigubíl eða fake taxa og örugglega reynsla út af fyrir sig að lenda í frönsku löggunni.
Skemmtilegt blogg hjá þér :)

kv. Andrea

Kristín Larsd. Dahl said...

Takk! Hlakka til að sjá þig og litlu snúlluna heima á Íslandi ;-) Vona að þú hafir það gott!